Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að hafa lónið lokað til 28. desember næstkomandi að minnsta kosti. Þetta er gert vegna eldsumbrotanna við Sundhnúkagíga sem hófust í gærkvöldi.
Tilkynnt er um lokunina á heimasíðu Bláa lónsins en þar segir að ákvörðunin verði endurskoðuð 28. desember. Þá verði haft samband við þá gesti sem eiga bókað í lónið meðan á lokuninni stendur.
Bláa lónið opnaði síðastliðinn sunnudag eftir að hafa verið lokað í rúman mánuð.