fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Segir form hraunsins geta skipt máli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 14:30

Frá gosstöðvunum. Mynd: Veðurstofa Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófessor í eldfjallafræði við Uppsala-háskóla í Svíþjóð segir að það geti skipti máli hvort hraunið úr gosinu við Sundhnúksgíga verður mjög fljótandi eða í fastara formi. Þetta geti skipt máli varðandi það hversu vel varnargarðarnir við Svartsengi halda verði þeir fyrir hraunstreymi.

Þetta kemur fram í umfjöllun Aftonbladet.

Þess misskilnings virðist þó gæta í fréttinni að varnargarðar hafi einnig verið reistir við Grindavík.

Rætt er við Valentin Troll, prófessor í eldfjallafræði við Uppsala-háskóla. Hann segist vera í góðu sambandi við íslensk starfssystkini sín.

Eins og er flæðir mest af hrauninu í norður og austur en ekki í átt að Grindavík eða Svartsengi og eins og íslenskir vísindamenn segir Troll að það geti breyst.

Hann segir að ef hraunið sé alveg fljótandi þá muni varnargarðarnir gagnast vel en ef það verði meira klístrað og kekkjóttara og þar með í fastara formi sé raunveruleg hætta á því að það flæði yfir varnargarðana. Troll segir hins vegar að eins og staðan sé núna sé hraunið vel fljótandi og því auðveldara að hafa stjórn á því.

Troll og aðrir vísindamenn í Svíþjóð sem rætt er við segja líklegt að gosið muni taka í mesta lagi 2 vikur og hafa það eftir íslenskum kollegum sínum en taka undir með þeim að það sé erfitt að spá fyrir um það með mikilli vissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“