Tíðindin koma eftir að Þórður Ingason tilkynnti í síðustu viku að hann hefði lagt hanskana á hilluna en hann hefur veitt Ingvari Jónssyni samkeppni um stöðu aðalmarkvarðar undanfarin ár.
„Það er mjög sorglegt að Doddi skuli hætta. Hann er búinn að vera þvílíkur þjónn fyrir okkur og mig, þvílíkt tryggur,“ sagði Arnar í gær.
Pálmi er tvítugur að aldri og afar spennandi markvörður.
„Eftir að hann fór þurftum við að leita og okkur langaði að finna leikmann sem væri ungur en gæti jafnframt veitt Ingvari alvöru samkeppni. Við lítum ekki á Pálma númer tvö heldur erum við með tvo toppmarkverði. Eins og gengur og gerist með aðrar stöður í liðinu þurfa þeir að berjast um hver byrjar,“ sagði Arnar enn fremur um málið.
Nánara viðtal við hann er í spilaranum.