Paulo Xavier sem var lykilmaður hjá Real Madrid í að finna leikmenn framtíðarinnar er hættur hjá félaginu og hefur samið við Arsenal.
Xavier hefur séð um að finna leikmenn í Suður Ameríku í sex ár hjá Real Madrid og gert það vel.
Arsenal vill gera betri hluti á þeim markaði og lagði félagið mikið á sig til að fá Xavier til starfa.
Xavier var mjög virtur í starfi sínu hjá Real Madrid en hann starfaði hjá Manchester United áður en hann fór til Real Madrid.
Xavier starfaði með Edu yfirmanni knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandi Brasilíu frá 2015 til 2017.