Tómas Johannessen leikmaður Gróttu hefur gengið til liðs við hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar og gerir við það þriggja ára samning.
Tómas er 16 ára gamall og lék þrátt fyrir ungan aldur lykilhlutverk með meistaraflokki Gróttu í sumar. Hann er uppalinn Seltirningur og Gróttumaður en lék um skeið með Val.
AZ er mikið Íslendingafélag en þar hafa meðal annars Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Kolbeinn Sigþórsson, Grétar Rafn Steinsson og Aron Jóhannsson leikið.
Þá hefur nokkur fjöldi ungra íslenskra leikmanna samið við félagið en ekki tekist að brjóta sér leið inn í aðalliðið.
Fjöldi liða í Bestu deild karla vildi kaupa Tómas af Gróttu en hann æfði meðal annars með Breiðabliki.