fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
433Sport

Nafn Alberts ekki á kjörseðli KSÍ vegna rannsóknar lögreglu á meintu kynferðisbroti

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. desember 2023 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ þetta árið. 433.is hefur fengið kjörseðilinn sem Leikmannaval KSÍ fékk í hendurnar en þar er nafn Alberts ekki að finna.

Nokkur hundruð einstaklingar sem eru í fótboltahreyfingunni eru með í kjörinu m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur ekki mátt velja Albert í landsliðið undanfarna mánuði. Íslenska kona lagði fram kæru í sumar þar sem hún sakar Albert um kynferðisbrot.

Reglur KSÍ kveða á um að ef leikmaður er undir rannsókn lögreglu þá sé ekki leyfilegt að velja hann í landsliðið. 433.is sendi fyrirspurn á KSÍ um ástæðu þess að Albert kæmi ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins.

Svörin voru á þá leið að sömu reglur væru í gildi um knattspyrnumann ársins og val í landsliðið, ekki væri í boði að kjósa leikmann sem væri grunaður um lögbrot. Hafa þessar reglur KSÍ þótt umdeildar, útiloka þær menn og konur frá verkefnum þegar ekki er búið að sanna að þau hafi eitthvað til saka unnið.

Albert hefur spilað frábærlega með Genoa undanfarnar vikur og verið einn besti leikmaðurinn í ítölsku úrvalsdeildinni. Líklega hefur enginn íslenskur knattspyrnumaður spilað betur en hann undanfarna mánuði.

Mál hans er nú hjá ákærusviði lögreglu sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða það fellt niður. Albert hefur neitað sök í málinu.

Hér að neðan er kjörseðilinn um knattspyrnumann ársins sem 433.is fékk sendan, þar sést hverjir koma til greina þetta árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku

Breiðablik að kaupa Óla Val heim úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Alfreð leggur skóna á hilluna – „Kæri fótbolti, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér“

Alfreð leggur skóna á hilluna – „Kæri fótbolti, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klámstjarnan þvertekur fyrir samband við Heimsmeistarann

Klámstjarnan þvertekur fyrir samband við Heimsmeistarann
433Sport
Í gær

Voru til í að borga 700 milljónum meira fyrir Orra

Voru til í að borga 700 milljónum meira fyrir Orra
433Sport
Í gær

Reyndi að taka eigið líf eftir mikla drykkju – „Það komu dagar sem ég drakk 70 bjóra á dag“

Reyndi að taka eigið líf eftir mikla drykkju – „Það komu dagar sem ég drakk 70 bjóra á dag“