Brotist var inn á heimili Alexandre Letellier markvarðar PSG og fjölskyldu hans. Eiginkona hans var kýld í andlit.
Þessi 33 ára markvörður ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum var á heimilinu.
Þeim var smalað saman í eitt herbergi og ógnað með hnífum, öryggiskerfi í húsinu fór í gang og var lögreglan fljót á staðinn.
Tveir sextán ára drengir og einn 21 árs voru handteknir á vettvangi en einn lögreglumaður slasaðist þegar yfirbuga átti mennina.
Mennirnir kýldu eiginkonu Letellier í andlitið en mennirnir hótuðu fjölskyldunni og vildu fá skartgripi og peninga.