fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
FókusKynning

Soho Catering: Hágæða og persónuleg þjónusta

Kynning

Flott og freistandi fermingarhlaðborð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. febrúar 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Soho byrjaði sem veitingastaður við Hafnargötuna í Keflavík og átti þegar velgengni að fagna. Árið 2008 var ákveðið að snúa rekstrinum alfarið að veisluþjónustu sem hefur æ síðan verið aðaláhersla Soho og hefur hlotið mikið lof viðskiptavina.
Örn Garðarsson, stofnandi og eigandi, er yfirmatreiðslumaður Soho Catering. Hann segir að starfsfólk veisluþjónustunnar leggi mikla áherslu á hágæða og persónulega þjónustu við viðskiptavini sína. „Fyrirtækið er með alhliða veisluþjónustu og veitingar fyrir hvers kyns viðburði eins og fermingar, árshátíðir, brúðkaup, erfidrykkjur, afmæli og vinnustaðaveislur.“

Flott og freistandi fermingarhlaðborð

Hér er dæmi um útgáfu fermingarhlaðborðs frá Soho Catering:
FORRÉTTUR: Grænmetissúpa að eigin vali, t.d. sveppa-, aspas- eða blómkálssúpa. Blandað heimabakað brauð með rauðu pestói og smjöri.
AÐALRÉTTIR: Kaldur, gljáður hamborgarhryggur með heitri sósu, t.d. rauðvínssósu. Kjúklingur í piparsveppasósu, gratineraðar kartöflur, rótargrænmeti og heimalagað rauðkál og ferskt, blandað salat. Fermingarterta „Bók“ innifalin (ef ekki – 300 kr.). Súkkulaði- og ástríðuávaxtaterta með perum eða súkkulaði mousse fermingarterta, framreidd með vanillusósu.
Veitingar frá Soho Catering eru sendar heim til viðskiptavinarins eða í veislusalinn, starfsfólk fyrirtækisins aðstoðar við uppstillingu hlaðborðsins og hægt er að fá borðbúnað fyrir veisluna, má skila óhreinum til baka.

Saddir og sáttir viðskiptavinir

Ummæli þakklátra viðskiptavina:

Á heimasíðu Soho Catering er að finna margar umsagnir margra saddra og sátta viðskiptavina fyrirtækisins:

„Má til með að þakka kærlega fyrir okkur um síðustu helgi. Fermingarbörnin voru frábærlega ánægð með matinn og allir gestirnir agndofa yfir veitingunum. Ég get með sanni sagt að ég mæli með þessu.“

„Bestu þakkir fyrir frábærar veitingar í fermingarveislu dætra okkar. Maturinn vakti mikla lukku hjá gestum á öllum aldri og meira að segja unglingarnir voru hæstánægðir. Ekki nóg með að maturinn væri algjört lostæti heldur var hann líka vel útilátinn og virkilega glæsilega fram borinn. Allt viðmót hjá þér og starfsfólki þínu var sérlega ljúft og allt stóðst alveg 100%. Næst þegar við þurfum á veisluþjónustu að halda þá erum við ekki í neinum vafa um hvert við leitum.“

Örn hvetur fólk til þess að hafa samband við sig til að fá nánari upplýsingar, annaðhvort með því að slá á þráðinn eða senda tölvupóst á orn@soho.is.
Soho Catering veisluþjónusta. Hrannargötu 6, Reykjanesbæ. Símar: 421-7646, 692-0200.
www.soho.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb