fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Einn stærsti fjölmiðill heims furðar sig á spennufíklum sem fóru að gosstöðvunum í nótt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski vefmiðillinn Daily Mail fjallar um eldgosið sem hófst í Sundhnúkagígum í gærkvöldi. Það kemur kannski ekki á óvart enda er eldgosið áberandi á síðum erlendra netmiðla þennan morguninn.

Á forsíðu Dail Mail blasir þetta við lesendum í efstu frétt:

Tilmæli virt að vettugi

Í fréttinni er sagt frá spennufíklum sem fóru býsna nálægt gosstöðvunum en erfitt er að átta sig á, miðað við myndirnar, hversu nálægt þeir fóru. Í fréttinni er þó látið að því liggja að einhverjir hafi virt tilmæli Almannavarna um að halda sig fjarri að vettugi. Þá er birt mynd af bílaröð á Reykjanesbraut skömmu eftir að eldsumbrotin hófust en líklegt má telja að einhverjir, en þó ekki allir, hafi viljað komast nærri gosinu.

Þá er vísað í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gærkvöldi þess efnis að ökumenn teppi ekki vegi og skapi með því óþarfa hættu.

Mæta á hvert einasta gos

Í fréttinni er einnig vísað í viðtal Vísis við fjóra unga menn, Jóa, Halla, Stefán og Stefán sem voru mættir á Suðurstrandarveginn í gærkvöldi, stuttu eftir að gosið hófst. Þeir sögðust fara upp að gosi um leið og það gýs í hvert einasta sinn en það eina sem stöðvaði þá núna væri lögreglan.

„Því miður þá komumst við ekki nær. Þetta er eitthvað áhugamál sem við erum búnir að hafa í fjögur ár, að mæta á hvert einasta gos og við höldum áfram að gera það,“ sagði einn úr hópnum í viðtalinu.

Góðar kveðjur til Íslendinga

Vel á annað þúsund athugasemdir hafa verið skrifaðar við frétt Daily Mail og í mörgum þeirra má finna góðar kveðjur til Íslendinga á þessum viðsjárverðu tímum.

„Guði sé lof að fólk gat komið sér í burtu í tæka tíð,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Ég var þarna í mars. Fallegur staður, fallegt fólk og ég vona að allt fari vel.“ Þá sagði annar: „Guð blessi ykkur, Íslendingar. Passið upp á ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Í gær

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“