fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Varpar fram sprengju um umdeilda brottför hennar úr þáttunum – „Hún lét reka mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. desember 2023 10:29

Shannen Doherty segir að hún hafi verið rekin úr Charmed.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættirnir Charmed hófu göngu sína árið 1998 og nutu mikilla vinsælda. Það komu út átta þáttaraðir um göldróttu systurnar sem börðust gegn illum öflum.

Það fór orðrómur á kreik um ágreining og ósætti eftir að ein stærsta stjarna þáttarins, Shannen Doherty, hætti eftir þriðju þáttaröð.

Í mörg ár hafa aðdáendur velt fyrir sér sannleikanum á bak við brottför hennar en aldrei fengið svör, þar til núna.

Doherty sjálf stígur sjálf fram og tjáir sig um málið og tekur það skýrt fram: Hún hætti ekki, hún var rekin.

Ekki nóg með það heldur segir hún að meðleikkona hennar, Alyssa Milano, hafi skipulagt þetta allt saman.

Alyssa Milano Got Shannen Doherty Fired, 'Charmed' Alums Claim | UsWeekly
Alyssa Milano, Shannen Doherty og Holly Marie Combs.

Doherty og leikkonan Holly Marie Combs, sem var einnig ein af aðalleikkonum Charmed, ræddu um kjaftasögurnar í kringum þættina í hlaðvarpsþættinum Let‘s Be Clear.

Þær voru bestu vinkonur þegar Doherty var rekin. Combs segir að hún hafi beðið um fund með framleiðendum þáttanna til að vita af hverju Doherty hafi verið rekin.

„Jonathan Levin [framleiðandi þáttanna] sagði: „Við ætluðum ekki að gera það, en við vorum föst á milli steins og sleggju. Okkur var sagt að velja á milli Alyssu eða hennar, Alyssa hótaði að kæra okkur fyrir að hafa skapað fjandsamlegt vinnuumhverfi.“

Mynd/Getty Images

Þær velta því fyrir sér hvað þær gætu hafa gert til að skapa þetta fjandsamlega umhverfi. Combs segir að hún muni ekki eftir neinu augnabliki þar sem einhverjar deilur eða hörð orð fóru þeirra á milli.

„Það er til fólk sem hagar sér illa og kemst upp með það. Ég held að fólk átti sig ekki á því en það hafi aldrei gerst hjá okkur,“ segir hún.

„Heilu ári eftir þetta var ég sífellt að reyna að muna, reyna að endurspila minningar og reyna að átta mig á hvað hún hafi verið að tala um, hvaða atvik hún hafi verið að tala um þar sem þessi slæma hegðun átti að hafa farið fram, en mér bara datt ekkert í hug,“ segir Doherty.

„Ég man ekki einu sinni eftir því að hafa verið leiðinleg við Alyssu á tökustað […] Ég hefði ekki getað verð almennilegri,“ segir hún og bætir við að hún sjái eftir því að hafa ekki barist gegn þessu og sagt aðdáendum sannleikann þar sem fullt af kjaftasögum um hana voru á kreiki, eins og að það væri erfitt að vinna með henni.

Sá orðrómur var að miklu leyti byggður á kvenfyrirlitningu sem litaði skemmtanabransann á tíunda áratugnum þegar kom að leikkonum sem börðust fyrir réttindum sínum. Doherty barðist fyrir því að meðleikkonur hennar fengju hærri laun eftir að hún komst að því að hún væri launahæst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“