fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ármann á von á því að gosið fjari út fyrir áramót – Ástæðan er þessi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. desember 2023 07:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur, segist allt eins eiga von á því að eldgosið sem hófst við Sundhnúkagígaröðina í gærkvöldi fjari nokkuð hratt út.

Gosið hófst með látum á ellefta tímanum í gærkvöldi en í nótt dró nokkuð hratt úr krafti gossins. Engin mannvirki eru í hættu sem stendur og þykir gosið á eins heppilegum stað og hugsast getur miðað við verstu sviðsmyndir.

„Þetta er í óbyggðum og þetta er fallegt og stórfenglegt,“ sagði Ármann í viðtali við RÚV á sjötta tímanum í morgun. Gosið kemur upp í nokkrum samsíða sprungum og segir Ármann að nú fari að myndast aðalgígar á hverri sprungu. „Það dregur hægt og rólega úr því þó það sé ekkert að klárast strax,“ sagði Ármann.

Ármann segir að gosið nú sé gjörólíkt því sem til dæmis varð í Fagradalsfjalli árið 2021. Þá breyttist eðli gossins og hraun tók að renna niður í Meradali. Aðspurður hvort eitthvað sambærilegt gæti gerst nú segist Ármann síður eiga von á því. Mikil kvika hafi komið upp í gærkvöldi þegar gosið byrjaði og þá fellur þrýstingurinn hratt.

„Við komum ekki til með að sjá eins og 2021 þegar sprungan fór að stækka eftir nokkrar vikur. Það sem við sjáum núna verður þveröfugt,“ sagði hann.

Aðspurður sagði Ármann að allt hafi farið eins og best verður á kosið miðað við þær sviðsmyndir sem voru uppi.

„Já, ég myndi halda það. Það var alveg fyrirséð að það væri versti staður að fá þetta upp á þessari sprungu en úr því að það teygir sig svona norðarlega þá getur það bara ekki orðið betra. Þetta er eins gott og hægt er að hugsa sér miðað við að þetta er það versta, skilurðu? Ef maður horfir á þetta jákvæðum augum þá er þetta bara eins gott og hægt er. Allur eldur í óbyggðum.“

Ármann segir að jarðvísindamenn hafi verið farnir að vonast til þess að atburðarásin sem hófst 10. nóvember myndi fjara út.

„Já, þannig séð. Við vorum farin að vonast til þess en menn voru að miða við þessa kenningu Eysteins Tryggvasonar heitins að þegar risið er orðið svipað og það var fyrir 10. og 11. nóvember að þá væri komið krítískt ástand og það stóðst eiginlega.“

Ármann á ekki von á því að eldgosið verði mjög langlíft og það muni jafnvel fjara út fyrir áramót.

„Já, ég held það. Þetta er allt öðruvísi gos en hin þrjú. Þetta er kröftugt gos, mikil kvika að koma upp og þrýstingurinn fellur mjög hratt. Við erum komin í klassískt gos þar sem það rifur sig upp svaka lengja og kvikan kemur mjög hratt út og þá getur það ekki staðið eins lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt