Í færslu hópsins á Facebook kemur fram að gossprungan sé um 4 km á lengd og liggi frá norðurhlíðum Hagafells og norður undir Stóra-Skógfell.
Kvikustrókar eru sagðir vera ansi öflugir og nái þeir hæst um og yfir 100 metra hæð. Hraunrennsli er 100 til 200 rúmmetrar á sekúndu. Þýðir þetta að hraun frá gígnum fer 0.5 til 1 km á klukkustund.
Útstreymi brennisteinsdíoxíðs við gosstöðvarnar er 30 til 60 þúsund tonn á dag en það er tífalt meira en í fyrri gosum á skaganum segir í tilkynningu hópsins.