Þetta kemur fram í Facebookfærslu lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Biðlar lögreglan til almennings að vera ekki að fara að gosinu og að hafa í huga að gas, sem leggur frá gosstöðvunum, getur verið hættulegt.
Segir lögreglan að vísindamenn þurfi nokkra daga til að meta ástandið á gosstöðvunum og sé staðan í raun endurmetin á hverri klukkustund.
Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir lögreglunnar og sýna þeim skilning.