fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Mömmuáhrifavaldur játar sig seka um ofbeldi gegn sex börnum sínum – Með „dýpstu iðrun og sorg“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. desember 2023 09:30

Ruby Franke.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruby Franke, sem er hvað þekktust fyrir að deila harkalegum uppeldisaðferðum og fjölskyldulífi sínu á YouTube, játaði í dag að hafa beitt börn sín ofbeldi. Franke var ákærð í fjórum liðum um alvarlegt ofbeldi gegn börnunum. Dómur í málinu mun falla 20. febrúar 2024.

„Með dýpstu iðrun og sorg vegna fjölskyldu minnar og barna minna, játa ég sekt mína,“ sagði skjálfrödduð Franke fyrir dómnum í dag. Lögmaður hennar hefur greint frá því að Franke muni óska eftir að gangast undir dómssátt í málinu, en hún hefur setið í fangelsi frá því hún var handtekin í ágúst. 

Líkt og DV greindi frá í byrjun september voru Franke og viðskiptafélagi hennar, Jodi Hildebrandt, handteknar eftir að syni Franke tókst að flýja heimili Hildebrandt. Drengurinn var vannærður og með taulímband yfir ökkla og úlnliði. Lögreglan fann einnig tíu ára dóttur Franke á heimilinu og var hún einnig flutt á sjúkrahús sökum ástands síns. 

Jodi Hildebrandt og Ruby Franke.

Sjá einnig: Mömmuáhrifavaldur handtekin eftir að grindhoruðu barni tókst að flýja með límband og áverka á útlimum

Franke, sem er sex barna móðir, búsett í Utah í Bandaríkjunum, varð þekkt eftir að hún og fyrrum eiginmaður hennar, Kevin Franke, stofnuðu rásina 8 Passengers árið 2015. Myndböndin fjölluðu um kristilegar uppeldisaðferðir þeirra og líf þeirra og barnanna þeirra sex: Shari, Chad, Abby, Julie, Russel og Eve. Börnin gengu ekki í skóla heldur sinntu foreldrar námi þeirra heima. Franke verið mjög umdeild í gegnum tíðina, þá sérstaklega fyrir öfgakenndar og harkalegar uppeldisaðferðir sínar og hvernig hún hefur komið fram við börnin sín, einnig fyrir að virða einkalíf og friðhelgi barna sinna að vettugi og deila persónulegum augnablikum þeirra á netinu fyrir alla að sjá. 

Franke ásamt lögmanni sínum fyrir réttinum í dag.

Franke mun nú leitast við að rækta sjálfa sig með endurhæfingu og persónulegum þroska, með því markmiði að biðjast afsökunar og reyna að sættast við fjölskyldu sína. Í yfirlýsingu lögmanns hennar er viðskiptafélagi hennar Hildebrandt, sökuð um að hafa kerfisbundið einangrað Franke frá fjölskyldu sinni, sem olli því að hún þróaði með sér „brenglaða siðferðisvitund“.

„Upphaflega taldi fröken Franke að Jodi Hildebrant hefði innsæi til að bjóða Franke upp á leið til vaxtar og stöðugra umbóta. Fröken Hildebrant nýtti sér þessa leit skjólstæðings míns og breytti í eitthvað viðbjóðslegt.“

Af eiginmanni Franke er það að segja að hann sótti um skilnað í nóvember, en lögmaður hans sagði eftir að Franke var handtekin að hjónin hefðu verið aðskilin í meira en ár. Börn hjónanna eru í umsjá barnaverndar, en í yfirlýsingu lögfræðinga Franke kemur fram að hún sé full samvinnu svo að fyrrum eiginmaður hennar og börnin þeirra geti sameinast að nýju. Áhorfendur YouTube-rásar hjónanna hafa sakað hjónin um að beita börnin sín ofbeldi í mörg ár.

Sjá einnig: Gömul myndbönd alræmda mömmuáhrifavaldsins vekja óhug – Beitti börnin ofbeldi fyrir allra augum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn