Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, segir að Darwin Nunez sé að verða stórt vandamál fyrir Liverpool. Framherjinn frá Úrúgvæ hefur ekki alveg náð flugi.
Darwin hefur oft spilað vel en færanýting hans er oft til vandræða.
Hamann ræddi um stöðu Liverpool eftir markalaust jafntefli gegn Manchester United um helgina. „Szoboszlai byrjaði tímabilið vel en hefur kólnað, Gravenberch getur orðið góður,“ segir Hamann.
„Þeir söknuðu Alexis Mac Allister í þessum leik, hann er líklega þeirra besti miðjumaður.“
„Stóra vandamálið er svo standið á Nunez. Eftir mörkin gegn Newcastle þá hélt ég að hann færi á flug en það hefur ekki gerst.“