Christian Eriksen miðjumaður Manchester United hefur ráðlagt Tom Lockyer, leikmanni Luton að hlusta á lækna.
Lockyer fór í hjartastopp í leik gegn Bournemouth um liðna helgi. Er þetta í annað sinn sem þetta gerist fyrir Lockyer á örfáum mánuðum.
Eriksen fór í hjartastopp árið 2021 á Evrópumótin en fékk að mæta aftur til leiks rúmu hálfu ári síðar.
„Fyrst og síðast vona ég að það sé í lagi með hann, ég bið fyrir því,“ segir Eriksen.
„Ég hef lesið um þetta og séð hvað gerðist. Ég vona að hann sé heill heilsu og að fjölskyldan styðji við hann.“
„Mitt ráð er að hann taki bestu ákvörðunina fyrir sig. Ef læknar segja honum annað þá verður hann að hlusta á þá.“
„Þetta fer eftir því hvernig honum líður og hvað læknar segja. Hann tekur ákvörðun með fjölskyldu sinni.“