Nottingham Forest er farið í formlegt samtal við Nuno Espirito Santo um að taka við þjálfun liðsins. Skoða forráðamenn félagsins að reka Steve Cooper.
Cooper hefur verið í heitu sæti undanfarnar vikur eftir slakt gengi.
Forráðamenn Forest gera kröfur enda hafa þeir pumpað peningum inn í félagið og eytt miklu í leikmannahóp sinn.
Fabrizio Romano segir að Forest sé með opið samtal við Nuno sem þekkir enska boltann vel.
Nuno hefur stýrt bæði Wolves og Tottenham en hann var rekinn frá Al-Ittihad í Sádí Arabíu á dögunum.