fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Jólamaturinn hefur hækkað um 6-17% – Tíðustu verðhækkanir í Hagkaupum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. desember 2023 17:00

Mynd: Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á jólamat hefur hækkað um 6-17% milli ára, samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem var birt í dag. Verðum var safnað 13. desember síðastliðinn og þau verð borin saman við verð í sambærilegri könnun sem framkvæmd var fyrir ári, 13. desember 2022. Vísitala matvöruverðs hækkaði um 11% á sama tímabili.

Hafa ber í huga að mismargar vörur eru undir hverjum flokki og mismargar vörur voru til í hverri verslun. Þá endurspeglar könnunin ekki vöruúrval verslana í heild sinni.

Könnunin var gerð samdægurs í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is.

Heimkaup hækkaði minnst – Iceland mest

Minnst hækkaði verð í Heimkaupum, að meðaltali um 6%. Þar af hækkaði verð á brauði og kökum um aðeins 2% en verð á drykkjarvöru um 16%. Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni og Bónus hækkaði verð að meðaltali um 7-9%. Mest hækkaði verð í Iceland, að meðaltali 17%, Hagkaupum (15%) og Fjarðarkaupum (13%).

Drykkjarvörur í Iceland voru sá flokkur sem mest hækkaði í verði, eða um 48%. Mismargar vörur voru í samanburðinum í hverri verslun, flestar í Fjarðarkaup, 83 og fæstar í Kjörbúðinni, 38.

Tíðastar voru verðhækkanir í Hagkaupum, þar sem 95% af vörum hækkuðu í verði milli ára. Verð hækkaði sjaldnast í Heimkaupum, eða í tveimur tilfellum af þremur.

Verð á drykkjarvöru og konfekti hækkar mest

Að meðaltali hækkaði verð á drykkjarvörum mest eða á bilinu 10-48% milli ára. Verð á konfekti hækkaði að meðaltali næst mest; mest í Iceland, 29% og um 24% í Hagkaup en minnst í Heimkaupum, 9%. Fáar konfektvörur voru í samanburðinum í Iceland og Heimkaupum en allar vörurnar fengust í Hagkaup. Verð á ís hækkaði að jafnaði minna en konfekt.

Verð á mjólkurvörum hækkaði einnig töluvert eða á bilinu 7-18%, mest í Fjarðarkaup en minnst í Heimkaup. Þá hækkaði verð á kjöti mikið, um 17% að meðaltali en samanburðurinn nær einungis til þriggja vara.

Verð á kaffi hækkaði að meðaltali einna minnst. Það stóð í stað í Bónus og Krónunni milli ára, lækkaði um 6-9% í Nettó, Iceland og Kjörbúðinni en hækkaði um 5-7% í öðrum verslunum.

Oft tuga prósenta verðhækkun á konfekti

Verð á konfekti hækkaði í oft um tugi prósenta en sem dæmi hækkaði verð á stórri dós af Quality Street konfekti um 31-45% nema í Fjarðarkaupum þar sem verðið stóð í stað milli ára. Verð á 440 gr. Nóa konfektkassa hækkaði á bilinu 7-24% og verð á Toblerone um 11-32%. Flórídana heilsusafi hækkaði um 32-43% nema í Fjarðarkaup þar sem hann hækkaði um 7% og verð á 2 lítra appelsíni hækkaði um 8-54%. Verð á Dala salatosti í kryddolíu hækkaði um 10-24% og verð á MS piparosti um 8-17%.

Þá hækkaði verð á SS birkireyktu úrbeinuðu læri um 12-20% og verð á léttreyktum Kea lambahrygg um 13-35%.

 

 

Um úttektina

Í könnuninni voru borin saman verð á 92 vörum sem vísar eru til að rata í innkaupakörfur á aðventunni. Athugað var hve oft verð höfðu hækkað og hver meðalhækkun var á körfunni og á tilteknum flokkum innan hennar.

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ frá 13. desember 2022 og 13. desember 2023. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni. Könnunin var gerð samdægurs í eftirtöldum verslunum: Nettó, Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Iceland, Hagkaup, Kjörbúðinni og á Heimkaup.is.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans