Eftir erfið ár hjá Liverpool fór Naby Keita frá félaginu í sumar og samdi við Werder Bremen í Þýskalandi.
Forráðamenn þýska félagsins eru að fá nóg af Keita eftir skamman tíma.
Hann mætir reglulega of seint á fund og reynir allt sem hann kemur til að sleppa við kvöldverði með styrktaraðilum.
Keita hefur svo ekki fundið sig innan vallar en hann hefur verið talsvert meiddur í Þýskalandi.
Keita var einnig mikið meiddur hjá Liverpool og var það stærsta ástæða þess að hann náði engum takta.