John Murtough yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United var sendur til Sádí Arabíu í upphafi mánaðar.
Daily Mail segir frá og segir að Murtough hafi þar farið og rætt við forráðamenn félaganna.
Hefur hann áhuga á því að selja þá Jadon Sancho, Raphael Varane, Anthony Martial og Casemiro til Sádí.
Ferðin var einnig farin til þess að búa til sambönd en Sádarnir eiga mikla fjármuni til að eyða í fótboltann.
United vonast til þess að ferðin verði til þess að félög þar í landi horfi á leikmenn United sem góða kosti í sitt lið.