WomanGoal verður með verkefni hér á Íslandi í upphafi árs en þar geta íslenskar knattspyrnukonur átt séns á að komast í atvinnumennsku.
Haldnar verða æfingar í Miðgarði í Garðabæ þar sem WomanGoal verður með æfingar og þjálfara taka leikmenn út.
„Við höfum þegar farið til Ameríku, Afríku og Asíu. Ísland verður fyrsta Evrópulandið sem við heimsækjum,“ segir í tilkynningu sem WomanGoal sendi 433.is.
Leikmenn þurfa að vera 17 ára og eldri en 28 leikmenn verða valdir til æfing í Madríd á Spáni. Þar verða yfirmenn allra helstu knattspyrnuliða í heimi og skoða leikmennina.
WomanGoal mun svo styðja við þá leikmenn og hjálpa þeim, sama hvort þau fái samning eða ekki hjá félagsliði í atvinnumennsku.
Markmið WomanGoal er að hjálpa knattspyrnukonum í atvinnumennsku en æfingarnar fara fram í Miðgarði 6 og 7 janúar.