Það var dregið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag en í pottinum voru lið sem höfnuðu í öðru sæti sinna riðla í keppninni og þau lið sem höfnuðu í þriðja sæti sinna riðla í Meistaradeildinni.
Nokkur stórlið voru í pottinum og má þar nefna AC Milan, sem fékk Rennes, og Roma, sem dróst gegn Feyenoord.
Drátturinn í heild er hér að neðan.
Feyenoord – Roma
Lens – Freiburg
Benfica – Toulouse
Galatasaray – Sparta Prag
AC Milan – Rennes
Young Boys – Sporting
Braga – Qarabag
Shakhtar – Marseille