fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Tugir Úkraínumanna starfa fyrir íslensk fyrirtæki í fjarvinnu – komnir af víkingum eins og við Íslendingar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. desember 2023 11:30

Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir tugir Úkraínubúa eru í fjarvinnu við hugbúnaðargerð fyrir íslensk fyrirtæki í gegnum hugbúnaðarfyrirtækið Itera. Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi, segir vissulega vera sparnað í því fólginn að kaupa þjónustuna að utan en stóra málið sé sveigjanleikinn og tímasparnaðurinn. Hann segist hafa komist að því að Úkraínumenn séu altalandi á enska tungu og kúltúrinn þar sé ekki ólíkur því sem hér tíðkast, enda segjast þeir vera komnir af víkingum eins og við Íslendingar. Snæbjörn Ingi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Snæbjörn Ingi Ingólfsson - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Snæbjörn Ingi Ingólfsson - 4.mp4

Hvað skyldi vera mikill sparnaður fólginn í því að kaupa hugbúnaðarþjónustu í gegnum fyrirtæki eins og Itera í stað þess að ráða fólk beint í vinnu hér á landi?

Fyrir nokkrum árum voru fyrirtæki að fara í þetta til að lækka kostnað. Það er ekkert endilega ástæðan í dag. Það er bara komin upp þörf til að fá fólk. Við erum líka að sjá gríðarlegt launaskrið á Íslandi og sérstaklega í þessum geira þar sem vöntunin er svona mikil,“ segir Snæbjörn Ingi.

Við erum kannski 10-30 prósentum ódýrari en sá kostur að ráða fólk í vinnu hér, en sveigjanleikinn er miklu meiri. Í stað þess að ráða í t.d. tvö stöðugildi gætirðu fengið fjóra menn í 50 prósent stöðugildi og komist miklu lengra á skemmri tíma,“ segir hann og bætir við að í flestum tilfellum geti hann útvegað fólk í verkefni á innan við fjörum vikum.

Ef þú ætlar að fara að ráða sjálfur, þá tekur ráðningarferlið, eftir að þú áttar þig á því að þig vantar starfsmann, 4-6 mánuði. Við getum komið verkefni af stað á fjórum vikum.

Þannig að þetta snýst alls ekki bara um hina hreinu kostnaðarhlið heldur líka viðbragðsflýti …

Já, bara hver er ávinningurinn. Við vorum að taka þetta saman um daginn, að með því að leita til okkar í stað þess að gera þetta sjálfur, þá getum við komið þér miklu hraðar af stað. Síðan er skalanleikinn sá að við getum sagt: Við ætlum að byrja með sex manns í tvo mánuði, svo ætlum við að vera með þrjá í tvo mánuði, þannig að við getum sett mikinn kraft í þetta. Svo getur líka komið upp sú staða að verkefni sé orðið tveimur mánuðum á eftir áætlun, þá getum við bætt t.d. fjörum starfsmönnum í tvo mánuði til að hraða verkinu,“ segir Snæbjörn Ingi. „Einfaldleikinn við þetta, geta bara skalað upp og niður og út og inn eftir þörfum, það er bara gríðarlegur ávinningur í því.“

 

Ertu sem sagt að segja að með því að kaupa þjónustu af ykkur þá geti 10 manna fyrirtæki á Íslandi í raun og veru haft sömu getu og alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er með 300 manna tölvudeild?

Já, það er auðveldlega hægt að játa því. Getustigið og þekkingarstigið er rosalega hátt. Við erum með rosalega klára einstaklinga. Maður er kannski pínulítið fordómafullur sjálfur í garð Austur-Evrópubúa og Úkraínumanna varðandi ensku en þetta fólk er yfirleitt altalandi á enska tungu. Auðvitað er hreimur, en þetta er hámenntað fólk og kúltúrinn líka, það skiptir máli hvernig kúltúrinn er. Það er mjög gaman að tala við fólk frá Úkraínu. Það segir: Við erum með sömu rætur og þið á Íslandi, við erum komin af víkingum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Hide picture