Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur beðið Renato Sanchez leikmann liðsins afsökunar á því sem gerðist í gær.
Roma tapað þá 2-0 fyrir Bologna en Mourinho skipti Sanchez inn á í hálfleik.
Portúgalinn skipti Sanchez þó af velli 18 mínútum síðar.
Það sem meira er horfði hann ekki einu sinni við leikmanninum á leið af velli.
„Mig langar að biðja Renato Sanchez opinberlega afsökunar. Þetta er mjög erfitt fyrir fótboltamann en líka fyrir þjálfara. Ég hef gert þetta 3-4 sinnum og þetta er ekki auðvelt,“ sagði Mourinho eftir leik.
Sanchez er á láni hjá Roma frá PSG en hefur ekki fengið mikið að spila á leiktíðinni.