Liverpool 0 – 0 Manchester United
Stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Liverpool fékk þá Manchester United í heimsókn.
Flestir bjuggust við sigri heimamanna en Liverpool var svo sannarlega mun sterkari aðilinn í þessum leik.
Liverpool átti 34 skot að marki United gegn aðeins sex frá gestunum en mistókst að koma boltanum í netið.
Vörn United náði að halda út allar 95 mínúturnar að þessu sinni en Liverpool menn eru væntanlega mjög óánægðir með úrslitin.
Gestirnir enduðu leikinn manni færri en Diogo Dalot fékk tvö gul spjöld á sömu mínútunni í uppbótartíma og þar með rautt