fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Safnað fyrir heimkomu munaðarlauss Íslendings

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. desember 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem er meðal annars leiðsögukona og deildarstjóri ungmennahúsa hjá Hafnarfjarðarbæ, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að fjársöfnun sé hafin til styrktar Asil J. Suleiman Almassri. Asil er frá Palestínu en hún var meðal þeirra sem fengu íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í gær.

Asil er 17 ára og missti foreldra sína, tvær systur og frændfólk í sprengjuárásum Ísraels á Gaza. Hún missti einnig annan fótinn fyrir ofan hné. Bróðir hennar, Suleiman Al Masri, hefur búið hér á landi síðan 2020 og hafði óskað eftir því að Asil yrði að leyft að flytja til hans. Sú er nú orðin raunin og Asil komin í hóp nýrra Íslendinga.

Asil er nú sem stendur í Egyptalandi og framundan er ferð til Belgíu en stefnt er að því að þangað muni bróðir hennar sækja hana upp úr áramótunum. Er söfnuninni ætlað að að hjálpa til við ferðalagið og hjálpa Asil að hefja nýtt líf á Íslandi.

Margrét segir í færslu sinni:

„Þau eru bæði ung og eignalaus og langt bataferli framundan og Suli sjálfur nýkomin með kennitölu. Hjálpum Asil og Suli að sameinast. Þau eiga orðið bara hvort annað.“

Í færslu Margrétar segir að söfnunarreikningurinn sé undir kennitölu félagsins Ísland-Palestína en reiknigurinn hafi verið sérstaklega stofnaður til að styðja við heimkomu Asil.

Fyrir þau sem vilja hlaupa undir bagga með Asil og bróður hennar þá eru reikningsupplýsingarnar eftirfarandi:

Reikningsnúmer: 515-14- 8402

Kennitala: 520188-1349

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana