fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Þorsteinn biður Ester afsökunar og segist vera karlremba

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. desember 2023 17:00

Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur vakti mikla athygli í liðinni viku fyrir hafa gagnrýnt harðlega að Bónus skyldi hafa hafnað því að selja bók hans og eiginkonu hans, Huldu Tölgyes sálfræðings, Þriðja vaktin. Sagði hann starfsmann Bónuss, Ester að nafni, hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti fylgjendur sína á samfélagsmiðlum, sem munu vera um 22 þúsund talsins, til að senda Ester tölvupóst, til að fá þessari ákvörðun breytt, en Þorsteinn gaf netfang Esterar upp. Vildi Þorsteinn meina að hugmyndafræðilegar ástæður lægju að baki ákvörðuninni. Í nýrri færslu á Facebook-síðunni Karlmennskan, sem Þorsteinn heldur úti, biður hann Ester hins vegar afsökunar og segist hafa brugðist svona við vegna þess að hann sé karlremba í bata.

Sjá einnig: Snorri gerir stólpagrín að tilraun Þorsteins til að slaufa Ester bókhaldara Bónus – DV

Þorsteinn hefur vakið mikla athygli fyrir verkefnið Karlmennskan en það gengur meðal annars út að tala fyrir feminískum gildum og vekja athygli á „neikvæðri karlmennsku.“

Hann er þó umdeildur og hefur bæði hlotið mikinn stuðning og mikla gagnrýni fyrir málflutning sinn.

Í umræddri bók er einkum fjallað um verkaskiptingu á heimilum og hún sögð halla mjög á konur.

Þorsteinn segir á Instagram-síðu sinni að þau hjónin hafi selt yfir 1000 eintök af bókinni.

Þau hafa þó gefið nokkur eintök af bókinni meðal annars fékk Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður eintak, en honum virtist ekki þykja mikið til bókarinnar koma:

Sjá einnig: Þorsteinn og Hulda gáfu Brynjari Þriðju vaktina – „Svona bók er auðvitað nauðsynleg á hverju heimili“ – DV

Afsökunarbeiðni Þorsteins kemur í kjölfar þess að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, sagði í samtali við Vísi að fyritækið hafi takmarkað pláss fyrir bækur í verslunum sínum og þurfi því að velja og hafna. Bókum sem ekki séu í sölu hjá fyrirtækinu sé yfirleitt bara bætt við ef eftirspurn sé eftir þeim frá viðskiptavinum og enginn viðskiptavinur hafi spurt um Þriðju vaktina. Það sé eina ástæðan fyrir því að Bónus hafi hafnað að selja bókina en þar liggi ekki að baki hugmyndafræðilegar ástæður eða andstaða við málflutning Þorsteins eins og Þorsteinn hélt upphaflega fram.

Í afsökunarfærslunni ávarpar Þorsteinn Ester:

„Sannarlega var ég ósáttur við að þú hefðir takmarkaðan áhuga á að selja bók okkar hjóna. Mér þykir leitt að ég hafi blandað þér persónulega inn í þetta ósætti mitt með kallalega yfirlætinu mínu. Það var klárlega rangt að gera þig að skotspóni míns ósættis. Ég hljóp á mig. Sorrí, Ester.“

Hann býður í lok færslunnar Ester ókeypis eintak af bókinni.

Þorsteinn minnir á að þrátt fyrir feminískan málflutning hvíli enn í honum karlremba:

„Þótt ég beiti mér markvisst femínískt og tali um karllægt yfirlæti, tilkall og skaðlega karlmennsku þá er ég í grunninn karlremba. Ég lít á mig sem karlrembu í bataferli. Ferli sem mun vera í gangi út lífið. Innsýn mín í viðfangsefni mín, þriðju vaktina og skaðlega karlmennsku, er minn helsti styrkleiki en á sama tíma veikleiki, sérstaklega þegar ég gæti ekki að mér og vanda mig. Þá á ég það til að kallakallast yfir mig og jafnvel valta yfir fólk. Eins og Ester.“

Mörgum þeirra sem rita athugasemdir við færsluna þykir ekki mikið til þessarar aföskunarbeiðni koma:

„Lélegasta afsökunarbeiðni sem ég hef séð. Sorrí Steini.“

„Glötuð framkoma hjá þér. Þessi yfirbót myndi kalla á falleinkun samkvæmt skilgreiningu þess sem þú þekkir. En þessi hegðun þín lýsir ágætlega hegðun fólks sem telur sig vera á mannúðarvaktinni. Mun ekki kaupa né lesa þessa bók. Gangi þér sem best.“

„Hvað ertu að tala um? Er þetta einhver tilraun til fyndni?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans