Sergino Dest sér alls ekki eftir því að hafa krotað undir samning við PSV Eindhoven í sumar en hann gekk í raðir liðsins frá Barcelona.
Um er að ræða lánssamning út tímabilið en PSV á svo möguleika á að kaupa leikmanninn endanlega næsta sumar.
Dest var áður leikmaður Ajax en var keyptur til Barcelona 2020 þar sem hlutirnir gengu alls ekki upp.
Árið 2022 var Dest lánaður til AC Milan og spilaði aðeins átta leiki en hann fær nú reglulega að spila með PSV eða 18 leiki í öllum keppnum á tímabilinu.
Bakvörðurinn segist hafa tekið tvö skref fram á við með því að snúa aftur til Hollands en hann er fæddur þar í landi þó hann sé landsliðsmaður Bandaríkjanna.
,,Það er frábær tilfinning að geta snúið aftur á völlinn og fá meira frelsi. Ég lenti í vandræðum hjá AC Milan en ég er hæstánægður með að vera hjá félagi eins og PSV og fá að spila,“ sagði Dest.
,,Hollenska deildin er kannski ekki sú sama og Serie A eða La Liga, þetta eru tvær frábærar deildir en ég tók eitt skref aftur á bak og tvö skref áfram með því að koma hingað.“