Dele Alli er byrjaður að æfa með Everton á ný en hann spilaði síðast með liðinu fyrir um ári síðan.
Alli var í láni hjá Besiktas í Tyrklandi á síðustu leiktíð en þar gengu hlutirnir ekki upp og var leikmaðurinn sendur aftur til Englands.
Alli opnaði sig síðar í viðtali um erfiða tíma utan vallar en hann hefur verið að glíma við meðsli undanfarna mánuði.
Englendingurinn gerði garðinn frægan með Tottenham en hefur lítið sýnt á knattspyrnuvellinum undanfarin tvö eða þrjú ár.
Alli er nú að jafna sig af meiðslum og gæti vel spilað með Everton á þessu tímabili en hann er nú að æfa með aðalliðinu í fyrsta sinn í langan tíma.