Carlo Ancelotti hefur staðfest það að hann sé opinn fyrir því að framlengja samning sinn við Real Madrid.
Ancelotti hefur verið sterklega orðaður við starfið hjá brasilíska landsliðinu og er enn búist við að hann verði gerður að landsliðsþjálfara þar í landi.
Ítalinn útilokar þó alls ekki að framlengja við Real en hann verður samningslaus á Santiago Bernabeu á næsta ári.
,,Ég get svarað þessu mjög auðveldlega: samningur minn við Real Madrid rennur út í júní 2024 og þangað til hef ég tíma til að ræða framlengingu,“ sagði Ancelotti.
,,Ef Real Madrid vill fara í viðræður þá er það ekkert vandamál fyrir mig. Ég er enn þjálfari liðsins og það er það sem skiptir máli.“