Framherjinn Serhou Guirassy hefur hafnað því að framlengja samning sinn við þýska félagið Stuttgart.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Christian Falk en um er að ræða 27 ára gamlan eftirsóttan leikmann.
Guirassy hefur raðað inn mörkum fyrir Stuttgart í vetur en hann er fáanlegur fyrir aðeins 17,5 milljónir evra í janúar.
Stuttgart hefur reynt og reynt að framlengja samning leikmannsins en hann ætlar sér að komast burt á næsta ári.
Það eru gleðifréttir fyrir Manchester United og Newcastle sem eru að horfa til hans og eru góðar líkur á að Guirassy endi á Englandi.
Stuttgart vill ekki losna við markahrókinn fyrir svo lága upphæð en samkvæmt samningi leikmannsins má hann fara fyrir 17,5 milljónir.