Annie Kilner, fyrrum kærasta Kyle Walker, hefur tjáð sig um framhjáhald leikmannsins sem var lengi á forsíðum enskra miðla.
Walker er leikmaður Manchester City en honum var sparkað út og bjó um tíma einn í lítilli íbúð í miðbæ Manchester.
Walker hélt framhjá Kilner með fyrsætunni Lauryn Goodman fyrir nokkrum árum og eignaðist síðar barn með þeirri konu.
,,Hann var hálfviti fyrir að fórna því að missa fjölskylduna fyrir þetta. Þegar hann sagði mér frá þessu var ég niðurbrotin,“ sagði Kilner.
,,Mér leið bara illa líkamlega. Allt loftið fer úr þér. Heimurinn hrundi þegar ég heyrði af þessu.“
,,Þetta var það versta sem gat gerst, það sem ég óttaðist mest það gerðist. Ég trúði þessu ekki.“
,,Hann hélt ekki bara framhjá mér heldur barnaði hann stelpuna.„