fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fókus

Þorsteinn og Hulda gáfu Brynjari Þriðju vaktina – „Svona bók er auðvitað nauðsynleg á hverju heimili“

Fókus
Laugardaginn 16. desember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður, hefur eitthvað verið að hnýta í jafnréttisbókina Þriðju vaktina, sem hjónin Þorsteinn V. Einarsson og Hulda Tölgyes skrifa og gefa út. Facebook-færslur hans um bókina urðu samt til þess að hjónin sendu honum áritað eintak.

Það var þó fleira ritað í eintak Brynjars en nöfn höfundanna og kveðja frá þeim:

„Hún var ekki bara árituð af höfundum heldur mátti sjá handskrifaðar spurningar til mín og komment á spássíum. Nokkur mikilvæg áhersluatriði voru síðan undirstrikuð með bleki. Má sjá að höfundarnir hafa svipaða skoðun á mér og Bubbi – að ég sé torfbær í jakkafötum.“

Brynjar segist sjá sig knúinn til að auglýsa bókina svo honum verið ekki slaufað eins og Ester í bókhaldinu í Bónus. Vísar hann þar til óánægju sem Þorsteinn hefur viðrað yfir því að Bónus hefur ekki viljað taka bókina í sölu og nafngreindi hann starfsmanninn sem hann taldi hafa komið í veg fyrir það.

Sjá einnig: Snorri gerir stólpagrín að tilraun Þorsteins til að slaufa Ester bókhaldara Bónus

Brynjar lofsyngur bókina á margan hátt en dregur þó skemmtigildi hennar í efa og líkir henni þar við handbókina um bílinn. Hann varar fólk líka við því að ætla að lifa alveg eftir bókinni. En Brynjar virðist hafa lært nokkuð af bókinni:

„Þarna var nú leiðréttur misskilningur minn hvað fælist í annarri vaktinni og hvað í þeirri þriðju. Í annarri vaktinni eru öll hugsanleg heimilstörf og eru þau listuð nákvæmlega eftir hverju herbergi heimilisins nema svefnherberginu. Er það ljóður á annars frábærri handbók. Svo er talið upp allt sem kann að fylgja heimilislífi og kannski rúmlega það.

Eftir að hafa farið yfir allt sem getur komið upp á annarri vaktinni tek ég eftir að það hallar alls ekki á Soffíu, eins og ég taldi líklegt fyrirfram. Mér sýnist stóru og mikilvægu atriðin hvíla á mér og dútlið, sem litlu eða engu máli skiptir, hjá Soffíu. Sama er með þriðju vaktina. Ég sé um það sem skiptir máli á þeirri vakt en svona óþarfa afskiptasemi af heimilisfólki og öðrum hvíli á Soffíu. Slík afskiptasemi er að vísu mjög tímafrek þannig að í klukkustundum talið hallar á Soffíu.

En svona bók er auðvitað nauðsynleg á hverju heimili, eins og handbækur eru oft, en lesturinn er álíka skemmtilegur og handbókin um bílinn sem við geymum gjarnan í hanskahólfinu. Ef hjón ætla að lifa algerlega eftir jafnréttishandbókinni og öllu því harðlífi sem þar er að finna tel ég líklegt að hjónabandið endist ekki mjög lengi. Oft betra að skilja áður en hjónin klóra augun hvort úr öðru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“