Hörður Éljagrímur Sigurjónsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem seinni ár hefur orðið alræmdur fyrir hömlulaus blygðunarsemibrot sín og kynferðislega áreitni gegn börnum í gegnum samskiptaforritið Snapchat, hefur enn á ný verið dæmdur fyrir slík brot.
Landsréttur dæmdi Hörð í fyrra í þriggja ára fangelsi og til greiðslu miskabóta til fjölda barna vegna brota af þessu tagi sem framin voru árið 2021. Þau brot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir voru framin á sama tíma og gerir dómari athugasemd við að þessi brot hafi ekki verið tekin með í fyrri ákæru. „Hafa ekki komið
fram sérstakar skýringar á því hvers vegna þau mál sem hér eru til umfjöllunar voru ekki afgreitt samhliða en þau höfðu þá þegar verið í um hálft ár til rannsóknar hjá lögreglu,“ segir um þetta í dómnum.
Þessi dómur var kveðinn upp við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 14. desember. Hörður braut gegn 12 ára stúlku með því að senda henni mynd af berum getnaðarlim sínum og viðhafði við hana kynferðislegt tal.
Hann viðhafði síðan kynferðislegt tal við 16 ára stúlku.
Fyrir þetta var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og er það óskilorðsbundið, bætist við fyrri, þriggja ára fangelsisdóms. Hann er auk þess dæmdur til að greiða hvorri stúlku fyrir sig 400 þúsund krónur í miskabætur.
Dóminn má lesa hér.