fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hörður Snapchatperri dæmdur enn einu sinni – Dómari skilur ekki hvers vegna málin voru ekki afgreidd fyrr

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2023 18:15

Tvær andlitsmyndir af Herði sem hann sendi börnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Éljagrímur Sigurjónsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem seinni ár hefur orðið alræmdur fyrir hömlulaus blygðunarsemibrot sín og kynferðislega áreitni gegn börnum í gegnum samskiptaforritið Snapchat, hefur enn á ný verið dæmdur fyrir slík brot.

Landsréttur dæmdi Hörð í fyrra í þriggja ára fangelsi og til greiðslu miskabóta til fjölda barna vegna brota af þessu tagi sem framin voru árið 2021. Þau brot sem hann hefur nú verið sakfelldur fyrir voru framin á sama tíma og gerir dómari athugasemd við að þessi brot hafi ekki verið tekin með í fyrri ákæru. „Hafa ekki komið
fram sérstakar skýringar á því hvers vegna þau mál sem hér eru til umfjöllunar voru ekki afgreitt samhliða en þau höfðu þá þegar verið í um hálft ár til rannsóknar hjá lögreglu,“ segir um þetta í dómnum.

Þessi dómur var kveðinn upp við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 14. desember. Hörður braut gegn 12 ára stúlku með því að senda henni mynd af berum getnaðarlim sínum og viðhafði við hana kynferðislegt tal.

Hann viðhafði síðan kynferðislegt tal við 16 ára stúlku.

Fyrir þetta var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og er það óskilorðsbundið, bætist við fyrri, þriggja ára fangelsisdóms. Hann er auk þess dæmdur til að greiða hvorri stúlku fyrir sig 400 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg