fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hin forboðna máltíð í geimnum – Hvern á að borða?

Pressan
Sunnudaginn 31. desember 2023 17:00

Teikning af Starliner að tengjast Alþjóðlegu geimstöðinni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannkynið er haldið óseðjandi löngun til að kanna heiminn. Þetta sást vel fyrr á öldum þegar fólk lagðist í langferðir, út í algjöra óvissu, til að leita nýrra landa. Nú er búið að finna flest allt sem hægt er að finna hér á jörðinni og því er geimurinn næsta viðfangsefni landkönnuða.

Geimferðir reyna mjög á fólk, það er farið að ystu mörkum þess sem líkaminn þolir. En eins og þegar landkönnuður fóru um hér áður fyrr þá eiga geimfarar á hættu að ekki gangi allt upp og þeir standi frammi fyrir sömu siðferðislegu spurningum og forfeður okkar gerðu í landkönnunarleiðöngrum sínum.

Í bókinni „A City on Mars: Can we settle space, should we settle space, and have we really thought this through?“ skoða hjónin Kelly og Zach Weinersmith þá hryllilegu stöðu sem getur komið upp ef geimfarar neyðast til að borða hinn forboðna mat, annað fólk.

Hvað er gert þegar einhver deyr úti í geimnum? Það væri gaman að geta sagt frá því en það er erfitt því það eru engin raunveruleg dæmi um slíkt nema hvað geimfarar hafa látist í sprengingum þar sem öll áhöfnin hefur farist. Sú staða hefur aldrei komið upp að einn geimfari látist og eftir standi aðrir geimfarar sem verða að ákveða hvað þeir eiga að gera við hinn látna.

Það er auðvitað hægt að losa sig við líkið út í geiminn og hugsanlega er það vænlegasti kosturinn.

Lítið hefur verið skrifað um þetta og leiðbeiningar geimferðastofnana ná eiginlega ekki yfir þetta.

En árið 1978 var gefin út grein, „Survival Homicide in Space“ sem veitir hugsanlega innsýn í þetta. Í greininni er sú staða dregin upp að þrír geimfarar eru fastir í geimfari en súrefnið dugir ekki fyrir þá alla. Þeir vita að súrefnið dugar fyrir tvo geimfara þar til björgun berst. Einn þeirra þarf því að deyja.

Í annarri grein, „Survival and Sacrifice in Mars Exploration“, kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu að ef svona staða kemur upp þá eigi stærsta manneskjan að fórna sér því hún borði mest og gefi um leið mest af sér af kjöti. Síðar er farið yfir það í smáatriðum hvernig á að sundurhluta manneskju. Í bókinni er þeirri spurningu síðan varpað fram hvort það sé rangt að láta kjötið af látinni manneskju fara til spillis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu