Þú vilt ekki loka augunum fyrir slæmum venjum og persónuleikaeinkennum því það getur komið í bakið á þér á síðari stigum sambandsins.
En samt sem áður yfirsést mörgum þegar aðvörunarljós blikka varðandi frammistöðu hins aðilans í kynlífinu. Það er mikilvægt að hafa í huga að heilbrigt og virkt kynlíf er mjög mikilvægt til að skapa langvarandi og sterkt samband.
Þú ert ekki endilega sú manngerð sem leitar að einnar næturgamni, þú átt kannski erfitt með einnar nætur gaman og að halda lífi þínu áfram að því loknu. Þú ert að leita að alvöru sambandi með einhverjum og það kallar á kynlíf oftar en einu sinni. Þú vilt því ganga svo frá hlutunum að þú sért að fara í samband með einhverjum sem sem getur fullnægt kynferðislegum þörfum þínum. Að minnsta kosti má hann ekki vera svo lélegur í rúminu að það sé ekki hægt að kenna honum hvernig hann getur bætt frammistöðuna.
Hér á eftir fara nokkur atriði sem benda til að hann sé ekki góður elskhugi.
1. Hann er ekki góður í að kyssa.
Ekki vanmeta mikilvægi kossa þegar kemur að kynlífi. Mundu að kynlíf hefst oftast með kossum. Ef kossarnir eru ekki góðir, þá getur verið á brattann að sækja.
2. Hann er ófær um að sjá það sem leynist undir yfirborðinu.
Það er erfitt að stunda kynlíf með manni sem einblínir alltaf á hvernig þú lítur út. Þú munt þá eiga erfitt með að gleyma þínu eigin óöryggi með slíkum manni.
3. Hann er sjálfselskur.
Sjálfselskur karlmaður mun aðeins hafa áhuga á eigin þörfum og unaði. Hann mun ekki leggja neitt á sig til að fullnægja þörfum þínum og væntingum í kynlífinu. Hann er bara að þessu fyrir sjálfan sig.
4. Hann er alltaf að flýta sér.
Maður sem er alltaf að flýta sér er líklegur til að vera maður sem flýtir sér í kynlífinu og það er eitthvað sem þú vilt ekki. Þú vilt kynlífsfélaga sem er þolinmóður til að gera hlutina vel.
5. Hann stundar ekki mikla hreyfingu.
Ef hann stundar ekki mikla hreyfingu, þá hefur hann líklega ekki líkamlega getu til að geta fullnægt þér í svefnherberginu. Mundu að kynlíf er í grunninn líkamleg áreynsla og gott líkamsástand getur skipt miklu máli þegar kemur að kynlífi.
6. Hann missir auðveldlega einbeitinguna.
Þegar þú ert að stunda kynlíf þá viltu að hann einbeiti sér að þér og því sem þið eruð að gera. Ef hann missir einbeitinguna, þá verður frammistaða hans ekki góð.
7. Líkamsþrif hans eru ekki upp á marga fiska.
Af hverju ættirðu að vera í sambandi við karlmann sem þrífur sig ekki almennilega? Lélegt líkamsþrif benda til að hann sé óþroskaður og óábyrgur og það getur verið erfitt og ógeðfellt að stunda kynlíf með illa lyktandi manni.
8. Hann er ekki sú manngerð sem vill prófa nýja hluti.
Ef þú ætlar að stunda kynlíf oft með sama manninum, þá viltu fjölbreytileika og sveigjanleika. Þú vilt ekki að kynlífið sé alltaf eins, það þarf að brjóta rútínuna upp. Smávegis fjölbreytni og vilji til að prófa nýja hluti eru góðir hlutir þegar kemur að kynlífi.
9. Hann montar sig af kynlífsreynslu sinni.
Hann er óöruggur með sig í kynlífinu og er að reyna að tala í sig kjark en það er líklegt að hann standi ekki undir montinu.
10. Hann er ekki öruggur með sjálfan sig.
Sjálfstraust er lykillinn að góðu kynlífi. Ef maðurinn er ekki sjálfsöruggur, þá mun óöryggi hans líklega setja mark sitt á kynlífið og hann mun eiga erfitt með að standa sig vel.