Marcus Rashford gæti óvænt fengið fyrirliðabandið í leik Manchester United við Liverpool um þessa helgi ef þú spyrð Dimitar Berbatov, fyrrum leikmann liðsins.
Það er allavega eitthvað sem Berbatov vonast eftir en Rashford hefur alls ekki átt góðan vetur eftir flotta frammistöðu á síðustu leiktíð.
Bruno Fernandes verður ekki með Man Utd í þessum stórleik og er óljóst hver mun bera bandið í viðureigninni.
,,Við vitum að Bruno Fernandes mun ekki taka þátt í þessum leik sem er annað vandamál fyrir Man Utd sem þarf að vonast eftir því að sá sem tekur við geti sinnt því starfi,“ sagði Berbatov.
,,Spurningin er, hver tekur við bandinu á Anfield? Ég veit ekki hvað Erik ten Hag er að hugsa, hver á skilið bandið meira, reynslumiklir leikmenn eins og Jonny Evans, Raphael Varane eða einhver yngri og hungraðari eins og Scott McTominay?“
,,Marcus Rashford þarf að finna fyrir trú, hann ætti mögulega að bera bandið í þessum leik, það væri hans síðasti séns í að leiða liðið áfram. Hann gæti áttað sig á því að þetta sé hans síðasta tækifæri að vera leiðtogi og helsta stjarna Man United. Þetta er stund sem gæti kveikt í leikmönnum, þeir þurfa stundum bandið í svona viðureignum.“