Miðjumaðurinn öflugi Frenkie de Jong var ekki með liði Barcelona sem spilaði við Antwerp í Meistaradeildinni í vikunni.
Barcelona tapaði leiknum óvænt 3-2 í Belgíu en þetta var fyrsti og eini sigur Antwerp í riðlakeppninni.
Deco, yfirmaður knattspyrnumála Barcelona, var bálreiður er hann heyrði af því að De Jong myndi ekki gefa kost á sér í leikinn.
RAC1 á Spáni greinir frá en Hollendingurinn sagðist vera veikur og ekki tilbúinn í verkefnið – eitthvað sem Deco efaðist stórlega um.
Miðillinn greinir frá því að Deco hafi hringt í De Jong og heimtaði útskýringu og bað svo um læknisvottorð frá leikmanninum.
Samkvæmt fréttinni rifust þeir heiftarlega í síma í dágóðan tíma en De Jong hélt því alltaf fram að hann væri veikur og því ekki leikfær.