Mauricio Pochettino hefur gefið stuðningsmönnum Chelsea heldur betur góðar fréttir fyrir leik gegn Sheffield United í dag.
Um er að ræða leik í ensku úrvalsdeildinni en Chelsea spilar á heimavelli gegn Sheffield klukkan 15:00.
Christopher Nkunku gæti loksins spilað sinn fyrsta keppnisleik fyrir Chelsea eftir að hafa meiðst í sumar.
Nkunku stóð sig vel á undirbúningstímabilinu eftir komu frá RB Leipzig en hefur ekki spilað keppnisleik í heila sex mánuði.
,,Já, hann getur tekið þátt sem eru gríðarlega góðar fréttir. Við þurfum að passa okkur að öll pressan sé ekki á honum,“ sagði Pochettino.
,,Hann mun fá að kynnast ensku úrvalsdeildinni sem gerir mikið fyrir okkur og situðningsmennina.“