Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er nokkuð brattur þrátt fyrir afar dapurt gengi undanfarið.
United datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni og um síðustu helgi tapaði liðið 0-3 fyrir Bournemouth. Sæti Ten Hag er því farið að hitna og margir stuðningsmenn vilja hann burt.
„Ég vil vinna og að liðið bæti sig. Við höfum ekki staðist væntingar, það er sannleikurinn,“ segir Ten Hag sem er bjartsýnn fyrir framhaldinu.
„Framtíð Manchester United er mjög björt þegar þú horfir á hversu margir góðir leikmenn eru hérna og hversu langt þeir geta náð.“