Það er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag þegar Liverpool tekur á móti Manchester United.
Flestir búast við sigri Liverpool í ljósi gengi liðanna undanfarið en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill alls ekki hugsa þannig.
„Mér líkar aldrei þegar fyrirsagnirnar um Manchester United eru neikvæðar þegar við erum að fara að spila við þá. Það eru leikirnir sem þeir geta mætt í og sýnt sitt rétta andlit. Það líkar mér ekki,“ segir Þjóðverjinn.
United datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni og um síðustu helgi tapaði liðið 0-3 fyrir Bournemouth.
„Því meira slæmt sem er sagt um þá því sterkari verða þeir,“ segir Klopp.