Donny van de Beek er loks að fara frá Manchester United en hann er á leið til Frankfurt á láni.
Hollendingurinn gekk í raðir United frá Ajax 2020 en hefur engan veginn staðið undir væntingum og ekki fengið almennilegt hlutverk enn þá.
Á þessari leiktíð hefur Van de Beek aðeins tvisvar sinnum komið við sögu með United, í bæði skiptin sem varamaður.
Nú er hann á leið til Frankfurt á láni út þessa leiktíð. Þá mun þýska félagið hafa möguleika á að kaupa hann á 15 milljónir punda þegar lánsdvölinni lýkur.
🚨🔴 EXCLUSIVE: Donny van de Beek to Eintracht Frankfurt, here we go! Verbal agreement now in place.
🇳🇱 Exclusive details: loan until June — buy option included for €15m potential package, add ons included. It’s NOT mandatory.
Eintracht will also pay #MUFC a loan fee. pic.twitter.com/xniA1NMFRK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2023