fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Opnar sig um starf foreldra sinna – „Það var ekkert endilega verið að spila Bubba eða setja spólu í tækið, það var verið að tala um lífið og dauðann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 16. desember 2023 10:00

Bolli Már Bjarnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandarinn Bolli Már Bjarnason er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Bolli fer um víðan völl í þættinum og ræðir meðal annars um starf foreldra sinna en bæði eru prestar. Faðir hans er Séra Bjarni Karlsson og móðir hans er Séra Jóna Hrönn Bolladóttir.

Aðspurður hvernig hafi verið að alast upp á slíku heimili segir Bolli:

„Ég hef engan samanburð en ég held að það sé nokkuð frábrugðið því þetta er mjög sérstök vinna. Það var ekkert endilega verið að spila Bubba eða setja spólu í tækið, það var verið að tala um lífið og dauðann. Stundum var farið yfir líkræður vikunnar og ég sem ungur maður fékk að heyra það og heyra lífshlaup fólks. Ég fékk mjög ungur að heyra alls konar. Þau unnu mikið, það var mikið að gera hjá þeim. Það var helgað sig því að vera bara í þjónustu við fólk og gefa rosalega mikinn tíma og af sér, þannig þau unnu rosa mikið þegar ég var barn. Óhefðbundið, hefðbundið, ég veit ekki, en þetta var mjög gott heimili.“

Bolli segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan en brotið er hluti af nýjasta þætti Fókuss, sem má horfa á í heild sinni hér.

Fylgstu með Bolla á Instagram og Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Shit hvað þetta er leiðinlegt lag“

„Shit hvað þetta er leiðinlegt lag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“
Fókus
Fyrir 1 viku

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Hide picture