fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Þetta geturðu gert til að minnka líkurnar á því að fá áunna sykursýki

Pressan
Sunnudaginn 17. desember 2023 18:30

Mæling á blóðsykri/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú einfalda athöfn að ganga getur mögulega minnkað líkurnar á því að fólk þrói með sér sykursýki týpu tvö sem einnig er kölluð áunnin sykursýki. Nýleg rannsókn sem birt var nýlega í British Journal of Sports Medicine hefur hins vegar leitt í ljós að hversu mikið líkurnar minnka fer eftir því hversu hratt fólk gengur.

Þetta kemur fram í umfjöllun heilsuvefs CNN.

Fylgni er á milli rösklegrar göngu og 40 prósent minni líka á því að fá sykursýki týpu 2 síðar á ævinni.

Ahmad Jayedi fór fyrir rannsókninni og hann segir að fyrri rannsóknir hafi bent til þess að tengsl væru á milli þess að ganga reglulega og minnkandi hættu á að fá sykursýki tvö. Tengslin voru þau að því meiri tíma sem fólk eyðir í að ganga á hverjum degi því minni eru líkurnar á því að fá sjúkdóminn.

En þessar fyrri rannsóknir hafa ekki veitt miklar upplýsingar um hvort það skipti máli að ganga hraðar til að auka fælingarmáttinn gagnvart sjúkdómnum.

Rannsóknin byggði á 10 eldri rannsóknum á tengslum gönguhraða og sykursýki. Rannsóknirnar byggðu ýmist á tímamælingum eða upplýsingum frá þátttakendum. Hver rannsókn tók að meðaltali 8 ár. Niðurstöðurnar eru þær að líkurnar á því að þau sem ganga á þeim hraða sem skilgreindur er sem venjulegur fái sykursýki týpu tvö minnka um 15 prósent. Ef fólk gengur nokkuð rösklega minnka þær um 24 prósent og röskleg ganga minnkar líkurnar um 39 prósent.

Venjulegur gönguhraði er skilgreindur sem 3,2 til 4,8 kílómetrar á klukkustund. Nokkuð röskleg ganga er 4.8 kílómetrar til 6,4 kílómetrar á klukkustund en röskleg ganga er meira en 6,4 kílómetrar á klukkustund.

Vísindamenn sem ekki tóku þátt í rannsókninni segja að tengslin milli gönguhraða og líka á að fá áunna sykursýki komi ekki á óvart en sú leið að setja töluleg gildi á gönguhraða og bæta því inn í greininguna sé mjög áhugaverð nálgun.

Einnig er bent á að rannsóknin staðfesti að það skipti máli hversu kröftuglega fólk hreyfir sig ef minnka á líkurnar á því að þróa með sér sykursýki.

Árétta ber þó að rannsóknin sýnir ekki fram á bein orsakatengsl heldur fylgni og einn vísindamaður segir að heilsufar þátttakenda, áður en rannsóknin fór fram, geti skýrt niðurstöðuna. Hann segir þörf á frekari rannsóknum sem sé betur stýrt og með úrtaki sem valið sé af handahófi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá