A landslið kvenna fer niður um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA og er nú í 15. sæti.
Ítalía fer upp fyrir Ísland í 14. sæti og Noregur fer niður fyrir Ísland í 16. sæti.
Frá síðasta styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í ágúst hefur Ísland spilað sex leiki, alla í Þjóðadeildinni. Í keppninni vann Ísland sigur í þremur leikjum og tapaði þremur leikjum. Ísland tapaði 4,35 stigum á styrkleikalistanum frá því í ágúst.
Heimsmeistarar Spánar eru á toppi listans, Bandaríkin eru í öðru sæti og Frakkland í því þriðja.