fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Heimsótti Michael Schumacher fyrir skemmstu og hefur þetta að segja um heilsu hans

Pressan
Föstudaginn 15. desember 2023 13:05

Jean Todt heldur góðu sambandi við Schumacher og fjölskyldu hans. Hann var liðsstjóri Ferrari þegar Schumacher var á hátindi ferils síns. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Michael Schumachers hjá Formúlu 1 liði Ferrari, heimsótti kappann fyrir skemmstu á heimili hans í Sviss.

Todt og Schumacher voru nánir á sínum tíma enda naut Ferrari-liðið fádæma velgengi þegar Schumacher var á hátindi ferils síns.

Brátt verða liðin tíu ár frá alvarlegu skíðaslysi sem Schumacher lenti í þegar hann skall með höfuðið á grjóti. Honum var haldið sofandi í um sex mánuði eftir slysið.

Aðstandendur Þjóðverjans hafa haldið upplýsingum um heilsu hans frá kastljósi fjölmiðla og hafa til að mynda engar myndir birst af Schumacher eftir slysið fyrir áratug síðan.

Todt hefur haldið góðu sambandi við fjölskylduna og í samtali við franska blaðið L‘Equipe sagðist Todd hafa heimsótt Schumacher um daginn og lýsti hann heimsókninni svona.

„Michael er enn meðal okkar þannig að ég sakna hans ekki. En hann er ekki sá Michael sem hann var áður. Hann er öðruvísi og nýtur góðrar umönnunar eiginkonu sinnar og barna sem gæta hans vel. Líf hans er öðruvísi og ég nýt þeirra forrétinda að geta heimsótt hann endrum og eins. Það er allt sem ég hef að segja. Því miður þá gripu örlögin í taumana fyrir tíu árum. Hann er ekki sá Michael sem við þekktum í Formúlu 1.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum