Það er ekki víst að Clement Lenglet verði í herbúðum Aston Villa út leiktíðna en hann er þar á láni frá Barcelona.
Lánssamningurinn gildir út leiktíðina en hingað til hefur Lenglet aðeins spilað í Sambandsdeildinni með Villa.
Staða miðvarðarins fyrir janúargluggann er því í óvissu en hann vill spila meira.
AC Milan hefur nú spurst fyrir um Lenglet við Börsunga en Ítalirnir hafa áhuga á að fá hann.
Milan vill bæta við sig miðverði í janúar og er einnig með Jakub Kiwior, leikmann Arsenal, á blaði.
🔴⚫️ AC Milan have asked Barcelona for Clement Lenglet situation for January window.
Kiwior, Gabbia and now also Lenglet as called by @gbsans — all names on AC Milan list.
Lenglet only played 450’ in Conference League at Aston Villa, 0 minutes in PL so could leave soon. pic.twitter.com/VjYtMf8cTR
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2023