Jarell Quansah, tvítugur varnarmaður Liverpool, heillaði mikið í leik liðsins gegn Union Saint-Giloise í Evrópudeildinni í gær.
Jurgen Klopp stillti upp mikið breyttu liði en Quansah þótti standa sig ansi vel í hjarta varnarinnar. Skoraði hann eina mark Liverpool í 2-1 tapi.
Myndband þar sem frammistaða Quansah er tekin saman er í mikilli dreifingu og má sjá það hér neðar.
Tapið kom ekki að sök því Liverpool var búið að tryggja sér sigur í riðlinum.