Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Neikvæð umræða hefur verið í kringum spænska stórveldið Barcelona og var það tekið fyrir í þættinum.
„Er ekki allt í apaskít þarna?“ spurði Helgi og Hrafnkell tók til máls.
„Það hefur verið óánægja hjá stuðningsmönnum sem vilja sjá betri fótbolta.
Svo virðist vera ósætti með Lewandowski og hann er ósáttur. Raphinha hefur svo ekkert getað og hann kostaði mikla peninga. Það er margt í ólagi þarna,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild hér að neðan.