Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Stefán er harður stuðningsmaður Manchester United og hefur oft heimsótt Old Trafford. Hann tekur undir orð margra að völlurinn sé heldur betur kominn til ára sinna.
„Old Trafford er bara ógeðslegur. Það er gott og gilt að varðveita söguna, en það verður að gera eitthvað í Old Trafford. Bjór í hálfleik tekur bara allan hálfleikinn,“ sagði hann í þættinum.
„Tottenham-völlurinn sem dæmi, ef ég væri harður Spursari væri ég að mæta á völlinn þremur tímum fyrir leik. Hann er það flottur. Á Old Trafford labba ég bara inn 25 mínútum fyrir leik af því ég bara get ekki hugsað mér að vera þarna.“
Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild hér að neðan.